Bændur mótmæla á Spáni

Einn bóndi bar beinagrind á öxlum.
Einn bóndi bar beinagrind á öxlum. Reuters

Talið er að um 100 þúsund bændur hafi tekið þátt í mótmælum í Madrid á Spáni í gær. Bændurnir eru afar óánægðir með hvað þeir fá lágt verð fyrir landbúnaðarvörur og segjast m.a. tapa fé á hverjum einasta mjólkurlítra, sem þeir framleiða.

Að sögn skipuleggjenda mótmælanna tóku bændur frá öllu landinu þátt. Þeir óku dráttarvélum og öðrum landbúnaðartækjum gegnum miðborgina og ollu þannig umferðartöfum.

Að sögn samtaka spænskra bænda hafa tekjur þeirra lækkað um 26% á tímabilinu frá 2003 til 2008. Á þessu ári hafi tekjurnar síðan haldið áfram að minnka en kostnaður aukist umtalsvert. Allar greinar spænsk landbúnaðar eru sagðar reknar með tapi og gjaldþrot blasir við mörgum bændum.  

Dráttarvélar í miðborg Madridar.
Dráttarvélar í miðborg Madridar. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert