Fílar ganga berserksgang

Fílahjörð gekk berserksgang og eyðilagði teplantekru í vesturhluta Bengalfylkis í austurhluta Indlands.

Þegar verkamenn komu til vinnu sinnar á teplantekrunni fundu þeir fyrir heila fílahjörð sem trampaði út allan garðinn og skildi lítið eftir af telaufum til tínslu.

Gríðarleg skógeyðing, veiðiþjófnaður og ágangur manna hefur valdið því að fílarnir neyðast til að yfirgefa náttúruleg heimkynni sín í leit að mat og vatni.



mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert