Eitrað fyrir starfsmönnum kjarnorkuvers

Geislavirk efni mældust í sýnum úr á sjötta tug starfsmanna kjarnorkuvers í suðurhluta Indlands eftir að þeir drukku mengað vatn. Starfsmennirnir hlutu enga slæma kvilla af eitruninni og þurftu ekki að vera frá störfum. Talið er að eitrað hafi verið fyrir þeim.

Stjórnvöld í Indlandi greindu frá málinu í morgun. Kjarnorkuverið er í borginni Kaiga en það er lokað um þessar mundir vegna viðhalds.

Venjubundnar sýnatökur úr starfsmönnum leiddu í ljós að óvenjuhátt magn af geislavirka efninu tritium, en það er notað í kjarnaofnum. Talið er fullvíst að innanbúðamaður hafi að yfirlögðu ráði mengað neysluvatn í kælum en ekki er vitað í hvaða tilgangi.

Rannsókn stendur yfir á málinu og fullvissa yfirvöld íbúa í grennd við kjarnorkuverið að engin leki hafi greinst og þeim sé ekki hætta búin.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert