Bandarískum vopnum smyglað til Íran

Íransforseti í ræðustóli á allsherjarþingi SÞ nýlega.
Íransforseti í ræðustóli á allsherjarþingi SÞ nýlega. MIKE SEGAR

Írani hefur verið handtekinn í Bandaríkjunum vegna umfangsmikils vopnasmygls, en málið hefur verið í rannsókn síðan árið 2004.

Þetta er í fyrsta skipti sem íranskur maður er handtekinn vegna vopnasmygls í Bandaríkjunum. Saksóknari í Delaware greindi frá handtökunni í dag og sagði jafnframt að mannsins, Amir Ardebili, bíði allt að 14 ákærur vegna smygls.

„Hlutverk Amir Ardebili var að verða sér með ólöglegum hætti út um bandaríska hernaðartækni og búnað og flytja það úr landi,” hefur AFP eftir saksóknaranum.

„Viðskiptavinurinn var aðeins einn, ríkisstjórn Írans. Vopnin voru með ólögmætum hætti keypt og flutt til notkunar í Íran að því er við teljum í undirbúningi fyrir stríð við Bandaríkin.”

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert