Mótmælaganga í Ósló

Bandarísku forsetahjónin Michelle og Barack Obama.
Bandarísku forsetahjónin Michelle og Barack Obama. JONATHAN ERNST

Þúsundir manna gengu um götur Óslóarborgar í mótmælaskyni við stríðsrekstur Bandaríkjamanna í Afganistan eftir að Barack Obama Bandaríkjaforseti tók við friðarverðlaunum Nóbels. 

Mótmælendur gengu fylktu liði með kyndla um götur borgarinnar, en göngunni lauk fyrir framan hótelið þar sem Obama gistir.

Í ræðunni sem Obama hélt þegar hann veitti verðlaununum viðtöku sagði að stríð væru stundum nauðsynleg. Að athöfn lokinni veifuðu forsetahjónin til mannfjöldans af svölum hótelsins þar sem þau gista, en þau skyldu sér bak við skothelt gler.

„Við erum hér til þess að hvetja Obama til þess að starfa í anda friðarverðlaunanna og binda enda á stríðið í Afganistan,“ sagði Benjamin Endre Larsen, starfsmaður hjá norsku friðarsamtökunum sem stóð fyrir mótmælagöngunni.


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert