NATO vanmat aðstæður í Afganistan

Anders Fogh Rasmussen.
Anders Fogh Rasmussen. Reuters

Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri NATO, viðurkennir að bandalagið hafi ekki gert sér fulla grein fyrir þeim hættum og hindrunum sem hafa orðið á vegi þess í Afganistan. Þetta kemur fram í viðtali við Rasmussen, sem var birt í dag.

„Ef til vill vanmátum við verkefnin í Afganistan,“ segir hann í samtali við þýska dagblaðið Der Spiegel.

Hann segir að stríðsátökin í landinu séu komin á nýtt stig. Þá spáir hann að NATO, sem er að efla alþjóðahersveitir sínar, muni verða ágengt í átökunum við talibana.

Rasmussen segir að Evrópusambandsríki hafi heitið að senda a.m.k. 7000 manns liðsauka til landsins til að styðja við bakið á Bandaríkjaher í baráttunni við talibana og al-Qaeda. Hann spáir því jafnframt að Þjóðverjar muni senda liðsauka til Afganistans.

„Þýsk stjórnvöld munu taka rétta ákvörðun,“ segir hann.

Hann kveðst jafnframt vera bjartýnn á frekari samstarf við Rússa í Afganistan þar sem stjórnvöld í Moskvu hafi samþykkt að opna fyrir flutningsleið.

„Rússarnir geta mögulega einnig komið að þjálfun og því að útbúa afganska herinn,“ segir hann. Rasmussen er nýkominn frá Rússlandi þar sem hann ræddi við ráðamenn og kallaði m.a. eftir því að stjórnvöld útvegi sendi fleiri þyrlur til Afganistans.

Hann tekur hins vegar fram að NATO geti ekki verið í Afganistan um aldur og ævi. „En við munum vera þarna þar til við ljúkum verkinu,“ segir hann.

Bandarískir hermenn í Afganistan.
Bandarískir hermenn í Afganistan. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert