19 ára ástmaður 58 ára þingkonu

Frú Robinson reiddist ástmanni sínum eftir að kólna tók í …
Frú Robinson reiddist ástmanni sínum eftir að kólna tók í glæðum ástar þeirra en 39 ár eru á milli þeirra.

Norður-írska þingkonan Iris Robinson olli hneykslun á Bretlandseyjum eftir að upp komst um ástarsamband hennar við 19 ára pilt. Robinson aðstoðaði piltinn, Kirk McCambley, við að hefja rekstur kaffihúss. Maður hennar, Peter Robinson, er ráðherra á Norður-Írlandi.

Frú Robinson var hugfangin af piltinum og beitti áhrifum sínum til að láta tvo verktaka setja sem svarar um 10 milljónir króna í kaup á búnaði fyrir kaffihús í Belfast sem ætlunin var að hann starfaði á.

Hann er nú 21 árs og hún sextug en það var fyrir tveimur árum sem samband þeirra hófst.

Kynlífshneykslið kom Írum í opna skjöldu enda var frú Robinson guðhrædd og fjölskyldurækin. Þá hafa ýmis ummæli hennar um samkynhneigð ekki þótt vitna um víðsýni í kynferðismálum.

Hún hafði þekkt ástmann sinn frá því hann var 9 ára.

Ýtarlega er fjallað um hneykslið á vef breska dagblaðsins Daily Mail.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert