Hillary Clinton á Haítí

Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, kom í kvöld til Haítí og mun meðal annars ræða við René Préval, forseta landsins um leiðir til að bæta úr eldsneytisskorti og öðrum flutningavandamálum, sem hafa tafið hjálparstörf eftir jarðskjálftann á þriðjudag.

Clinton sagðist ætla að hlusta á Préval og heyra hvaða tillögur hann sé með til að bæta úr ástandinu, sem er skelfilegt.   Elisabeth Byrns, talsmaður neyðarhjálparstofnunar Sameinuðu þjóðanna, OCHA, sagði að stofnunin hefði aldrei áður þurft að fást við hörmungar á borð við þær, sem eru á Haítí. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert