Ford skilar hagnaði

Ford Motors
Ford Motors AP

Bílaverksmiðjurnar Ford Motor Co. greindu frá því í dag að fyrirtækið hafi skilað hagnaði í fyrsta skipti frá árinu 2005. Talsmenn Ford kváðust líta björtum augum á framtíðina, þrátt fyrir það sviptingasama ár sem nú er að baki og olli gjaldþroti keppinauta Ford í Detroit.

Alan Mulally, forstjóri Ford, sagði það sögulegt að hafa tekist að snúa rekstri fyrirtækisins við í miðjum versta efnahagssamdrætti undanfarinna áratuga. Hann þakkaði góðri áætlanagerð að fyrirtækinu tókst ekki einungis að lifa af heldur að skila hagnaði. 

Mulally sagði ljóst að viðskiptaumhverfið verði erfitt út þetta ár en stefnt sé að því að skila hagnaði fyrir skatta að undanskildum ákveðnum þáttum. Hann bjóst við að Ford myndi einnig skila hagnaði á næsta ári.

Hreinar tekjur Ford á fjórða ársfjórðungi síðasta árs voru 868 milljónir  dollara. Fyrirtækið skilaði 2,7 milljarða dollara hagnaði í fyrra. Ford er annar stærsti bílaframleiðandi Bandaríkjanna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert