Castro heitir læknisaðstoð til Haítí

Fidel Castro ásamt Hugo Chavez forseta Venesúela, en saman standa …
Fidel Castro ásamt Hugo Chavez forseta Venesúela, en saman standa þeir að skipulagningu hjálparstarfs á Haítí. HO

Fidel Castro tilkynnti í dag að yfir 1.000 Suður-Amerískir læknar, sem margir hverjir hefðu fengið menntun sína á Kúbu, myndu opna tugi tímabundinna spítala á Haítí. Venesúela og Kúba taka höndum saman um að leiða hjálparstarfið.

Bæði læknar og læknanemar á lokaári munu sinna læknisþjónustu í búðum sem Venesúela setur upp, að sögn Castro. „Venesúela hefur nú þegar útvegað tjöld, búnað, lyf og mat og hafa áheit yfirvalda á Haítí um fulla samvinnu," skrifar Castro í blaðagrein sem birtist í dag.

„Frá öllum hornum álfunnar hafa borist fréttir af kollegum sem sóttu menntun í Læknaskóla Suður-Ameríku (sem staðsettur er á Kúbu) sem vilja leggja sitt af mörkum til þessa göfuga verkefnis." Sjálfboðaliðarnir koma frá Haítí, Dóminíska lýðveldinu, Bólivíu, Brasilíu, Chile, Ekvador, Níkaragva, Venesúela og fleiri löndum Suður-Ameríku, að sögn Castro.

Á morgun hefst ráðstefna helstu leiðtoga Suður-Ameríku í Quito í Ekvador um málefni Haítí og frekari neyðarhjálp. Yfirvöld á Kúbu hafa nú þegar séð til þess að 5 læknabúðir hafa verið settar upp á Haítí með um 1.020. heilbrigðisstarfsmönnum.

Bólivía, fátækasta land Suður-Ameríku, sendi 50 tonn af hrísgrjónum og 500 lítra af blóði til blóðgjafar á fimmta degi eftir skjálftann.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert