Hávær börn ekki lengur bönnuð

Berlínarbúar verða nú að una því að krakkar geta verið …
Berlínarbúar verða nú að una því að krakkar geta verið svolítið hávaðasamir. Reuters

Berlínarbörnin mega nú vera með læti. Í dag tók gildi breyting á reglum um hávaðamengun sem leyfir að börnum í Berlín að vera með svolítil læti. 

Berlínarborg breytti reglunum eftir að kvartanir bárust frá fólki sem býr nálægt leikskólum og tómstundasvæðum. Nú segir í reglunum að „hávaði barna sem veldur ónæði er... í grundvallaratriðum og félagslega þolanlegur.“

Hingað til hafa einungis kirkjuklukkur, sírenur bíla í forgangsakstri, snjóplógar og dráttartæki verið undanþegin hávaðalöggjöfinni. 

Samtök til verndar börnum fögnuðu breytingunni og sögðu: „Við búum í borg og börnum á að leyfast að leika sér og vera með hávaða.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert