Sífellt færri trúa á guð

Reuters

Norðmenn eru hægt og bítandi að ganga af trúnni. Fyrir tæpum aldarfjórðungi sögðust rúmlega helmingur landsmanna trúa á guð, en í nýlegri könnun sögðust aðeins rúm 40% trúa. Þetta kemur fram á vef norska dagblaðsins Aftenposten í dag.

Árið 1985 svöruðu 53% landsmanna því játandi að þeir tryðu  guð, en í dag er hlutfallið aðeins 43%. Álíka margir svarendur vita ekki hvort þeir trúa á guð. En hópur þeirra sem segir skýrt nei við því að trúa hefur fjölgað til muna milli kannananna tveggja, fer úr 21% í 34%.

„Þetta eru marktækar og öruggar tölur, vegna þess að við spyrjum nákvæmlega sömu spurningarinnar í jafn stórum hópi þátttakenda árið 1985 og í ár,“ segir vísindamaðurinn Ottar Hellevik.

Að hans sögn eru flestir trúaðir í hópi þeirra sem eldri eru. Þannig megi ljóst vera að trúin muni hægt og bítandi deyja út með eldri kynslóðum. Spurður hvort almenningur sé í staðinn farinn að trúa á eitthvað annað segir Hellvik erfitt að segja til um það þar sem ekki sé spurt um það beint í könnuninni. Hins vegar hafi verið spurt hvort þátttakendur tryðu því að til væri fólk sem séð gæti inn í framtíðina.

„Alls 44% svarenda töldu svo vera árið 1985. Í dag eru aðeins 32% svarenda þeirrar skoðunar. Hlutfall þeirra sem trúa á stjörnuspeki hefur minnkað úr 48% í 39%,“ segir Hellevik.

Bendir hann á að þeir sem á annað borð trúa eru heitari í trúnni en áður. „Fyrir aldursfjórðungi skilgreindu 20% svarenda sig sem kristinn einstakling, en í dag er hlutfallið 26%. Þetta þýðir að á sama tíma sem færri segjast trúa á guð þá er ljóst að það þeir sem trúa eru sterkari í trúnni.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

KONUR -VANTAR YKKUR EINKABILSTJÓRA Í BÚÐARFERÐIR ?
KONUR UTAN AF LANDI SEM HAFA STUTTANN TÍMA TIL AÐ VERSLA- EG SKUTLA YKKUR OG BÍ...
Bátakerru stolið
Þessari kerru var stolið um Hvítasunnuhelgina í bryggjuhverfinu í Reykjavík. Þei...
Skrautlistar
Erum með skrautlista smíðu yfir rör og það sem þarf að loka smíðum í gömul ...
NUDD- LÁTTU DEKRA VIÐ ÞIG.
HEITIR STEINAR OG OLIA- STURTA OG HANDKLÆÐI Á STAÐNUM NUDD GEFUR SLÖKUN OG...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og j...
Aflaheimildir
Tilkynningar
Auglýsing eftir umsóknum um afla...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Skipulagsmál
Tilkynningar
Rangárþing ytra Auglýsing um skipulags...