Þjóðverjar samþykkja viðræður við Ísland

REUTERS

Þýska þingið, Bundestag, lagði í dag blessun sína yfir að Evrópusambandið hefji eins fljótt og kostur er viðræður við Ísland um inngöngu í sambandið. Þingið hvatti Íslendinga jafnframt til að ná þverpólitískri samstöðu um að uppfylla skilyrði inngöngu í sambandið.

Í umræðum á þinginu benti sósíaldemókratinn Michael Roth á að jákvætt væri að fá stærstu fiskveiðiþjóð Evrópu inn í sambandið. Michael Link hjá Frjálslynda lýðræðisflokknum sagði að Íslendingar gætu komið sambandinu að gagni við varnarmál í norðvestanverðri álfunni.

Þá hrósaði Andrej Hunko frá Vinstriflokknum viðbrögðum Íslendinga við fjármálakreppunni og fagnaði sérstaklega strangari regluverki um fjármálalífið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert