Bretar styrkja ekki evruna

Alistair Darling, fjármálaráðherra Bretlands.
Alistair Darling, fjármálaráðherra Bretlands. Reuters

Aðildarríkin að myntbandalaginu um evruna bera höfuðábyrgð á því að styrkja evruna. Þetta er skoðun Alistairs Darlings, fjármálaráðherra Bretlands, en hann tjáði sig um málið við komuna til Brussel þar sem fjármálaráðherrar Evrópusambandslandanna hugðust ræða hvernig styrkja mætti evruna.

Rætt hefur verið um að koma upp nokkurs konar evrusjóði til þess að styrkja gjaldmiðilinn og þetta var meðal þess sem ráðherrarnir hugðust ræða á fundi sínum í dag. Við komuna til Brussel sagði Darling bresk stjórnvöld hvorki vilja né geta leggja í slíkan sjóð og tók fram að hlyti að standa upp á aðildarríki myntsamstarfsins að tryggja stöðu evrunnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert