Tundurskeyti grandaði herskipinu

Alþjóðleg rannsókn hefur leitt í ljós að tundurskeyti úr norður-kóreskum kafbáti grandaði suður-kóresku herskipi sem sökk 26. mars. Tundurskeytið olli dauða 46 sjóliða.

Rannsóknarmennirnir segjast hafa fundið hluta úr tundurskeytinu á sjávarbotni með áletrun sem sýndi að það væri frá Norður-Kóreu.

Stjórn Norður-Kóreu vísaði þessu á bug og sagði niðurstöðu rannsóknarinnar „tilbúning“. Hún sagði að Norður-Kóreumenn hótuðu stríði ef Suður-Kóreumenn gripu til refsiaðgerða.

Forseti Suður-Kóreu, Lee Myung-bak, hét því að grípa til „harðra aðgerða“ gegn Norður-Kóreu. Forseti Bandaríkjanna lýsti málinu sem „árás“ af hálfu Norður-Kóreumanna og ógn við frið í heiminum. Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, sagði að niðurstaða rannsóknarinnar væri „mikið áhyggjuefni“.

Hluti norður-kóreska tundurskeytisins var sýndur á blaðamannafundi í Seoul í …
Hluti norður-kóreska tundurskeytisins var sýndur á blaðamannafundi í Seoul í morgun. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert