Allsherjarverkfall í Grikklandi

Enn eitt allsherjarverkfall hófst í Grikklandi í morgun, en landsmenn hafa lagt niður störf í sólarhring til að mótmæla fyrirhuguðum aðhaldsaðgerðum stjórnvalda. Þau vilja gera breytingar á gríska lífeyrissjóðakerfinu og vinnulöggjöfinni.

Verkalýðsfélög segja að verkfallið muni trufla samgöngur, s.s. ferjusiglingar og flugferðir. Ljóst er að margir ferðamenn verða strandaglópar vegna aðgerðanna.

Gríska þingið mun í dag ræða um aðhaldsaðgerðirnar, sem voru settar fram að kröfu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Evrópusambandsins. M.a. þess sem grísk stjórnvöld stefna að er að skerða lífeyri, hækka eftirlaunaaldur og auðvelda fyrirtækjum að segja upp starfsfólki.

Efnahagskreppan hefur leikið Grikki grátt og þurfa stjórnvöld að grípa til aðgerða svo þau geti fengið 110 milljarða evra aðstoð frá AGS og ESB.

Ferðamaður bíður eftir farangri sínum við höfnina í Piraeus.
Ferðamaður bíður eftir farangri sínum við höfnina í Piraeus. Reuters
Grikkir hafa verið duglegir að mótmæla að undanförnu.
Grikkir hafa verið duglegir að mótmæla að undanförnu. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert