Eftir einn ei aki neinn

Það má rekja fjölmörg umferðarslys í Rússlandi til ölvunaraksturs.
Það má rekja fjölmörg umferðarslys í Rússlandi til ölvunaraksturs. Reuters

Neðri deild rússneska þingsins hefur samþykkt blátt bann við akstur undir áhrifum áfengis. Dimítri Medvedev, forseti Rússlands, lagði þetta til í desember. Hann sagði að með því að leyfa lítið magn af áfengi í blóði ökumanna þá virkaði það sem hvatning fyrir ökumenn að drekka meira.

Búist er við að efri deild þingsins muni leggja blessun sína yfir bannið sem muni verða að lögum.

Það má rekja fjölmörg umferðarslys í Rússlandi til ölvunaraksturs. Þeir sem hafa gagnrýnt algjört bann halda því fram að það sé ekki síður slæmum vegum um að kenna hvers vegna jafn mörg slys verði í landinu og raun ber vitni.

Breska útvarpið greinir frá því að ofdrykkja sé ein helsta orsök þess að einn af hverjum þremur karlmönnum í Rússlandi deyr áður en hann nær eftirlaunaaldri.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert