Var norska olían skotmarkið?

Janne Kristiansen, yfirmaður norsku öryggislögreglunnar, PST.
Janne Kristiansen, yfirmaður norsku öryggislögreglunnar, PST. SCANPIX NORWAY

Einn þeirra þriggja sem norska öryggislögreglan handtók á fimmtudagsmorgun og er grunaður um að hafa tekið þátt í að skipuleggja hryðjuverk hafði sótt um að komast í fyrirlestra um olíuborun. 

Þetta þykir mögulega benda til að olíuiðnaður Norðmanna hafi verið skotmark hryðjuverkamannanna. 

Maðurinn, sem er flóttamaður frá Úsbekistan, hafði sótt um árin 2007 og 2009 að komast í ITC iðnaðarskólann í Osló. Maðurinn er 31 árs gamall, hafði dvalarleyfi í Noregi og hafði tekið upp nafnið David Jakobsen.

Norska öryggislögreglan PTS neitar að gefa upp hvert skotmark hryðjuverkamannanna var eða hvar það átti að fara fram. 

Norskir fjölmiðlar hafa haldið því fram að Noregur hafi hugsanlega verið skotmarkið vegna þátttöku Norðmanna í stríðinu í Afganistan.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka