Lávarður ákærður

John David Beckett Taylor á sæti í bresku lávarðadeildinni.
John David Beckett Taylor á sæti í bresku lávarðadeildinni. Reuters

Saksóknari í Bretlandi hefur gefið út ákærur á hendur John David Beckett Taylor, lávarði, sem á sæti í lávarðadeild breska þingsins.

Sex ákærur hafa verið gefnar út á hendur Taylor í tengslum við umfangsmikið fjársvikamál. Taylor lávarður var rekinn úr breska íhaldsflokknum í kjölfar lögreglurannsóknar sem fram fór á svikamálunum.

Taylor er sakaður um að hafa eytt rúmlega 11.000 sterlingspundum til einkanota á kostnað breska þingsins. Fjárdrátturinn er sagður hafa átt sér stað frá mars 2006 til október 2007.

Réttað verður í málinu 13. ágúst næstkomandi. Gefst Taylor þá tækifæri til að svara fyrir sig.

Svik Taylors fólust í því að hann sagðist vera búsettur utan Lundúnaborgar. Þar af leiðandi naut hann ýmissa fríðinda sem þingmenn utan borgarinnar fá. Svo sem ferðastyrk og kostnað við uppihald.

Fimm aðrir breskir þingmenn eru í svipaðri stöðu og hafa ákærur verið gefnar út á hendur þeim. Ákærurnar eru sagðar öðrum víti til varnaðar.

John David Beckett Taylor á sæti í bresku lávarðadeildinni.
John David Beckett Taylor á sæti í bresku lávarðadeildinni. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert