Flest í hópi hinna myrtu voru læknar

Talibanar í Afganistan.
Talibanar í Afganistan. REUTERS TV

Að minnsta kosti 8 af 10 manna hópi sem talíbanar tóku af lífi í Afganistan í dag voru læknar. Talíbanarnir stöðvuðu ferð fólksins, tóku af þeim allar eigur, stilltu þeim upp í röð og skutu þau eitt af öðru, að sögn lögreglustjóra Badakhshan héraðs.

Einum Afgana úr hópnum var sleppt þar sem hann fór með vers úr Kóraninum. Talið er að flestir eða allir útlendingarnir í hópnum hafi verið læknar.  Líklegt er talið að um sé að ræða hóp augnlækna sem var á ferð fyrir alþjóðleg hjálparsamtök. Talsmaður samtakanna segir hópinn hafa verið að störfum í Nuristan en verið á heimleið til Kabúl. Hann neitar fullyrðingum talibana sem segja að um hafi verið að ræða kristniboða sem hafi borið á sér Biblíur.

Talið er að hin myrtu hafi verið fimm karlmenn, allir bandarískir, þrjár konur frá Þýskalandi, Bandaríkjunum og Bretlandi og tveir Afganir

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert