Ákærður fyrir 173 veggjakrot

Lögreglan í Kaupmannahöfn hefur handtekið 19 ára gamlan pilt og ákært hann fyrir að hafa málað myndir án leyfis á 173 húsveggi og járnbrautarlestir. Pilturinn gæti átt yfir höfði sér allt að 2,5 milljóna danskra króna skaðabótakröfu en það svarar til nærri 52 milljóna króna.

Lögreglan hefur tekist að heimfæra brotin með því að rannsaka merkingar á myndunum og bera þær saman við annað veggjakrot.

Við húsleit á heimili piltsins fundust yfir 100 úðadósir með málningu í, taska með einkennisklæðnaði dönsku járnbrautanna og lestaáætlanir. Einnig fundust uppköst að veggmyndum. 

Lögreglan krefst gæsluvarðhalds yfir piltinum. Nú sitja tveir karlmenn, 27 ára og 29 ára, í gæsluvarðhaldi grunaðir um stórfellt veggjakrot. Þeir voru handteknir í maí í tengslum víð fíkniefnamál en á heimilum þeirra fundust 3-400 brúsar af úðamálningu og myndir af veggjakroti á lestum og húsum.   

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka