Haustveðrið komið Bretlandi

Mikið rigningarveður fór yfir hluta Englands og Wales í nótt. Sums staðar í Devon og Hampshire var úrkoman 40 mm á einni klukkustund, sem er meir en helmingi meira þess sem rignir þar að meðaltali á mánuði.

Mest hefur rignt í Yorkshire, austur og vestur Midlands, Humberside og Austur-Anglíu.

Ekki hafa orðið mikil flóð í kjölfar rigningarinnar en talsverðar tafir á umferð.

Veðurfræðingar á BBC fréttastofunni segja rigningunni að ljúka og er orðið léttskýjað í London og suð-austur Englandi.

Hins vegar er von á hvössum vindi síðar í dag, allt að 26 metrum á sekúndu í Kent, suðursýslunum, Sussex og Lincolnshire.

Þá er gert ráð fyrir að rigningaveður muni ganga yfir norð-vesturhluta Skotlands og Norður-Írland.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert