Falin ógn undir Mont Blanc

Hátt uppi í frönsku Ölpunum leynist falin hætta undir jökli Mont Blanc sem ógnar lífi yfir 3.000 íbúa í dalnum fyrir neðan. Undir jöklinum hafa safnast saman 65.000 rúmmetrar af vatni. Vatnið sem er nóg til að fylla 20 ólympíuleikvelli getur flætt niður á hverri stundu bresti jökullinn undan þunganum.

Verkfræðingar leggja dag við nótt til að reyna að forða hamförum með því að létta á þrýstingnum. Þeir komast um fimm metra á klukkutíma með því að nota sérstakan bor. Markmiðið er að dæla út vatninu áður en það verður of seint.

Jean Marc Peillex er bæjarstjóri Saint-Gervais-les-bains sem er einn þeirra bæja sem er ógnað af vatnsþunganum. Hann skoðar framvinduna um leið og hann útskýrir að verið sé að létta á vatnsþunganum sem ógni bænum.

Þó vatnið sé losað úr skálinni undan jöklinum er ógnin ekki úti þar sem vatn geti leynst innan jökulsins mánuðum og árum saman. Þetta er heldur ekki í fyrsta skipti sem vatnssöfnun hefur ógnað nálægjum bæjum. Árið 1982 biðu 200 manns bana þegar jökullinn lét undan vatnsþunga sem flæddi niður í dalina fyrir neðan.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert