Borun björgunarganga að hefjast

Benedict XVI. páfi kveðst biðja reglulega fyrir námaverkamönnunum.
Benedict XVI. páfi kveðst biðja reglulega fyrir námaverkamönnunum. Reuters

Björgunarmenn í Chile byrja á morgun að bora björgunargöng til að ná upp 33 námaverkamönnum sem eru innikróaðir djúpt í gull- og silfurnámu. Námagöngin féllu saman 5. ágúst sl. Búist er við að borun ganganna taki allt að fjóra mánuði.  Páfinn biður reglulega fyrir námverkamönnunum.

Benedikt XVI. páfi sagði í dag að hann bæði fyrir hugarró námaverkamannanna sem hafa verið lokaðir inni í meira en þrjár vikur.

„Ég vil með sérstakri væntumþykju minnast námaverkamannanna sem eru lokaðir inni í San Jose námunni í Atacama héraði í Chile,“ sagði páfinn á spænsku eftir að hann leiddi Angelus bæn af svölum sumarhúss síns í Castel Gandolfo.

„Ég fullvissa þá og fjölskyldur þeirra um andlega nálægð mína og stöðugar fyrirbænir að þeir megi halda hugarró á meðan þeir bíða gleðilegs árangurs aðgerða til að bjarga þeim,“ sagði páfi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert