Skothríð í Osló

Liðsmaður Bandidos
Liðsmaður Bandidos reuters

Lögreglan í Osló er nú grá fyrir járnum við félagsheimili mótorhjólagengisins Bandidos í borginni. Lögreglan fékk tilkynningu um skothríð, hávaða og barsmíðar með boltakylfum við húsið klukkan 20.07 í kvöld að norskum tíma (18.07 að íslenskum tíma). Lögreglumenn með hríðskotabyssur eru á staðnum.

Fréttavefur Verdens Gang hefur eftir lögreglunni að enginn hafi orðið fyrir skotunum.

Uppfært 19.40

Blaðamaður Verdens Gang á staðnum segir að mikil aðgerð lögreglunnar sé í gangi í Etterstad þar sem félagsheimilið er. Tugir lögreglumanna klæddir hjálmum og vestum fóru inn í húsið klukkan 19.15 að íslenskum tíma. Þyrla hringsólar yfir svæðinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert