Flugskeytum skotið frá Gasa

Ummerki eftir lofárás Ísraelshers á jarðgöng Hamas síðasta föstudag.
Ummerki eftir lofárás Ísraelshers á jarðgöng Hamas síðasta föstudag. Reuters

Flugskeytaárás var gerð á Ísrael í morgun. Flugskeytinu var skotið frá Gasa svæðinu sem lýtur stjórn Hamas-hreyfingarinnar. Enginn slasaðist í árásinni og ekki urðu neinar skemmdir á mannvirkjum.

Flugskeytaárásir hafa verið nokkuð tíðar undanfarna daga en um sjö árásir voru gerðar á Ísrael í liðinni viku. Á föstudaginn var svaraði ísraelski herinn árásunum með loftárás sem beint var að jarðgöngum sem Hamas liðar nota m.a. til að smygla vopnum inn á hið einangraða Gasa svæði. Tveir liðsmenn öryggissveita Hamas særðust í árásum Ísraelshers.

Flugskeytaárásir Hamas fækkuðu mjög í kjölfar hernaðaraðgerða Ísraelshers á Gasa í desember 2008 og janúar 2009. Hins vegar hefur þeim aftur farið fjölgandi nú á þessu ári en Hamas-liðar hafa skotið um 100 flugskeytum að Ísrael á árinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert