Íranir setja upp 500.000 dala lausnargjald

Sarah Shourd var handtekin í júlí 2009 í Íran. Hún …
Sarah Shourd var handtekin í júlí 2009 í Íran. Hún er nú sögð vera alvarlega veik, vannærð og þunglynd eftir rúmt ár í einangrun. © Ho New / Reuters

Írönsk yfirvöld segjast nú tilbúin að láta lausan einn fjallgöngumannanna þriggja sem hafa verið í haldi í Íran án ákæru í rúmt ár, gegn því að bandaríks yfirvöld greiði 500.000 dali í lausnargjald. Saksóknari í Tehran segir að konan í hópnum, Sarah Shourd, verði látin laus og megi yfirgefa landið um leið og lausnargjald berist.

Talsmaður Hvíta hússins sagði yfirlýsinguna vekja vonir en að í ljósi þess hve dyntótt afstaða íranskra stjórnvalda hafi verið í málinu sé enn ekkert í hendi. Shourd var handtekin ásamt félögum sínum þeim Shane Bauer og Josh Fattal við landamæri Íraks og Íran 31. júlí 2009. Yfirvöld í Íran segja þau grunuð um njósnir, en enn hefur engin ákæra verið gefin út og engin réttarhöld haldin.  Mæður þremenninganna fengu að heimsækja þau í vor og segja þau öll vera vannærð og þunglynd eftir rúma ársdvöl í einangrun. Shourd er auk þess sögð vera með brjóstakrabbamein á frumstigi sem hún fái enga meðferð við.

Yfirvöl í Íran gáfu til kynna fyrr í vikunni að einhver fjallgöngumannanna yrði látinn laus um helgina og sögðu síðar að það yrði Shourd. Á föstudag var hætt við þær fyrirætlanir og sagt að engum þeirra yrði sleppt fyrr en rannsókn málsins væri lokið. Nú hafa yfirvöld enn einu sinni breytt afstöðu sinni og segjast tilbúin að þiggja lausnargjald fyrir Shourd, en þeir Bauer og Fattal skuli áfram sitja í fangelsi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert