Frekari rannsóknar þörf

Dominique Strauss-Kahn, framkvæmdastjóri Alþjóða Gjaldeyrissjóðsins
Dominique Strauss-Kahn, framkvæmdastjóri Alþjóða Gjaldeyrissjóðsins YURI GRIPAS

Helstu ráðamenn heims á sviði efnahagsmála hafa lokið þriggja daga fundahöldum í Washington. Ekki náðist samkomumlag um hvernig ætti að bregðast við því sem sumir hafa kallað yfirvofandi „gjaldmiðlastríð.“

Stýrinefnd Alþjóða gjaldeyrissjóðsins, sem hefur átt í erfiðleikum með að taka á vaxandi spennu milli helstu efnahagsvelda heims, einkum Kína og Bandaríkjanna, sagði í gær að stofnunin myndi leggjast í frekari rannsóknarvinnu.

"Þó peningakerfi heimsins hafi sýnt styrk sinn, sjást enn merki spennu og veikleika vegna vaxandi ójafnvægis í alþjóðaviðskiptum, fjármagnsflæði, gengisþróunar og uppbyggingu gjaldeyrisforða," segir í tilkynningu sem nefndin sendi frá sér eftir fundinn.

"Við hvetjum sjóðinn til þes að leggja aukna áherslu á þessi svið, og að frekari úttekt verði gerð á hugsanlegum leiðum til þess að auka á skilvirkni fjármagnsflæðis."

Í yfirlýsingunni var ekki talað sérstaklega um Kína, en þarlend stjórnvöld hafa verið sökuð um að reka gjaldeyrisstefnu sem skaði efnahagslíf heimsins.

„Það er ljóst að ákveðinn núningur er til staðar,“ segir Youssef Boutros-Ghali, formaður nefndarinnar. „Við erum að reyna að taka á honum, og hofum komist að þeirri niðurstöðu að rétt er að taka á honum á vettvangi AGS.“

Dominque Strauss-Kahn, framkvæmdastjóri AGS, var spurður að því hvers vegna ekki var kveðið fastar að orði í yfirlýsingu sjóðsins. Hann svaraði því til að eina fyrirstaða þess að samkomulag náist sé „skortur á samkomulagi aðildarríkja. Ég held ekki að hægt sé að grípa til aðgerða nema með fullu samstarfi.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert