20% Spánverja fyrir neðan fátæktarmörk

Reuters

Einn af hverjum fimm Spánverjum er fyrir neðan fátæktarmörk og næstum þriðja hvert heimili á erfitt með að ná endum saman.

Fátæktarmörkin liggja fyrir neðan 60% af meðaltekjum og þeim sem eru á þessu bili hefur fjölgað frá 19,5% árið 2009 í 20,8% í ár.

Meðal ráðstöfunartekjur spænskra heimila hafa lækkað um 2,9%  á einu ári. Tekjur er hæstar í norðuirhluta landsins, við frönsku landamærin. Lægstar eru þær í vesturhlutanum, við landamæri Portúglas og Andalúsíuhéraði í suðri.

Atvinnuleysi á Spáni er nú 20%, sem er það hæsta í Evrulöndunum. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur spáð því að frekar 0,3% samdráttur verði á Spáni í ár. 



mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert