Styður lögleiðingu maríjúana

Milljarðamæringurinn George Soros hefur blandað sér í baráttuna um lögleiðingu marijúana í Kaliforníu. Hann hefur veitt einni milljón dala til hóps sem berst fyrir lögleiðingu. Kosið verður um málið í byrjun næstu viku.

„Með lögleiðingu og skattlagningu maríjúana myndu skattgreiðendur spara milljarði dala árlega vegna lækkaðs kostnaðar fyrir löggæslu og fangelsismálayfirvöld. Að sama skapi kæmu milljarðar inn sem tekjur,“ skrifar Soros í aðsendri grein í Wall Street Journal í dag.

Soros gaf milljón dollara til „Aðgerðahóps um skattlagningu og lögleiðingu Marijúana - Já við tillögu 19.“ Þetta hefur talsmaður Soros staðfest.

Verði tillaga 19 samþykkt hefur það í för með sér að einstaklingum yfir 21 árs aldri verður heimilt að eiga og rækta maríjúana til eigin neyslu. Dregið hefur úr stuðningi við tillöguna upp á síðkastið, en Soros vonast til þess að snúa þeirri þróun við á lokasprettinum.

Bandaríski kaupsýslumaðurinn George Soros.
Bandaríski kaupsýslumaðurinn George Soros.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert