50 þúsund nýbyggingar reistar í Jerúsalem á næstu áratugum

Nýbyggingar í Jerúsalem.
Nýbyggingar í Jerúsalem. Reuters

Plön eru uppi hjá Ísraelsmönnum um að bjóða þrjú þúsund nýbyggingar til sölu í Jerúsalem á næsta ári, þ.á.m. á svæðum Araba í austurhluta borgarinnar. Þessu greinir dagblaðið Kol Hair frá.

Shlomo Eshkol, verkfræðingur sem starfar á vegum borgarstjórnarinnar í Jerúsalem ræðir í blaðinu um langtíma byggingaráætlun borgarinnar, en gert er ráð fyrir að fimmtíu þúsund íbúðarhúsnæði verði reist í Jerúsalem á næstu tveimur áratugum.

Tilkynnt var um byggingaráætlanirnar á fundi borgarstjóra Jerúsalem, Nir Barkat, og 60 ísraelskra verktaka. Heimilin verða reist í gyðingahverfunum Arnona og Ramat Rachel í vesturhluta borgarinnar, sem og í Givat Hamatos og Har Homa í austurhluta Jerúsalem.

Byggingaframkvæmdir Ísraelsmanna í Jerúsalem og á Vesturbakkanum eru aðal ástæðan fyrir því að friðarviðræður Palestínumanna og Ísraela ganga ekki sem skyldi.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert