Brestur í framrúðu þotu Finnair

Reuters

Flugvél finnska flugfélagsins, Finnair, með 100 farþega um borð á leið frá París til Helsinki þurfti að lenda í Hamborg í Þýskalandi eftir að brestur kom í framrúðu vélarinnar.

Talsmaður Finnair segir að önnur vél hafi send til þess að sækja farþegana og fljúga með þá til Helsinki.

Samkvæmt frétt Ilta-Sanomat átti vélin, Airbus A320,  að lenda í Finnlandi um hádegi í dag en von er á henni í kvöld. Lendingin gekk að óskum í Hamborg en ekki er óalgengt að brestur komi í rúður flugvéla.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert