Nýr forseti í Túnis

Frá mótmælunum í Túnis
Frá mótmælunum í Túnis STR

Foued Mebazaa, forseti þjóðþings Túnis tók í dag við embætti forseta landsins. Hann lofaði sameinaðri stjórn sem stjórnarandstaðn gæti tekið þátt í þegar hann sór embættiseiðinn. Frá þessu greinir á vefsíðu BBC.

Fyrrum Forseti landsins, Zine al-Abidine Ben Ali, hrökklaðist frá völdum í fyrradag eftir götumótmæli í Túnisborg sem kostuðu tugi manna lífið. Hann hafði verið við völd í 23 ár.

Óeirðum og ókyrrð í borginni er hvergi nærri lokið og útgöngubann er í gildi. Herinn stendur vörð við helstu byggingar og vegi en fólk hefur farið ránshendi um borgina.. Fregnir herma aðhermenn hafi skotið tvo til bana í grennd við innanríkisráðuneyti landsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert