Fóstureyðingar næsta skotmark repúblikana

John Boehner.
John Boehner. Reuters

Nýtt frumvarp sem kveður á um bann við fjárveitingum alríkisstjórnarinnar til fóstureyðinga verður forgangsmál repúblikana á Bandaríkjaþingi að sögn John Boehners, forseta þingsins.

Sagði Boehner að með því að koma slíku banni í lög myndu repúblikanar í neðri deild þingsins uppfylla það atriði í stefnuskrá sinni þar sem segir að koma skuli í veg fyrir að skattpeningar séu notaðir til að fjármagna fóstureyðingar.

„Bann við því að skattgreiðendur borgi fyrir fóstureyðingar er vilji fólksins og það ætti að vera vilji ríkisins. Núverandi lög, sérstaklega eins og þeim er framfylgt af núverandi stjórnvöldum, endurspeglar ekki vilja bandarísku þjóðarinnar,“ sagði Boehner.

Verði frumvarpið samþykkt myndi það þýða að alríkisstjórninni yrði bannað að veita nokkru fé til fóstureyðinga. Chris Smith, þingmaðurinn sem kynnti frumvarpið, sagði að það myndi ennfremur veit þeim heilbrigðisstarfsmönnum sem eru andsnúnir fóstureyðingum af samviskuástæðum tryggingu gegn því að þeir séu neyddir til að taka þá í eða aðstoða við slíkar aðgerðir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert