Frakkar meina lesbíum að giftast

Mynd úr myndasafni.
Mynd úr myndasafni. mbl.is/Golli

Stjórnarskrárréttur í Frakklandi hefur meinað lesbísku pari, sem á fjögur börn, að gifta sig.  Í úrskurði réttarins kom fram að það væri stjórnmálamanna að breyta lögunum.

Parið hefur búið saman í fimmtán ár og eru í staðfestri sambúð. Þær fóru fram á að gifta sig, en þar með hefði Frakkland verið samstíga flestum nágrannaríkjum sínum sem leyfa hjónabönd fólks af sama kyni.

Nýleg skoðanakönnun í Frakklandi leiddi í ljós að 58% Frakka eru fylgjandi því að samkynhneigðir njóti sömu hjúskaparréttinda og aðrir borgarar landsins.

Baráttumenn fyrir réttindum samkynhneigðra eru að vonum óánægðir með niðurstöðuna. „Rétturinn missti af sögulegu tækifæri til að enda þennan ójöfnuð,“ sagði Caroline Mecary, lögmaður réttindahópa samkynhneigðra.

Hún sagðist vona að forsetakosningarnar á næsta ári myndu hafa í för með sér breytingar og hinn hægrisinnaði Sarkozy yrði látinn víkja.





mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert