Ástralir bíða fellibylsins Yasi

Fellibylurinn Yasi ógnar nú Áströlum og hefur verið lýst yfir hæsta viðbúnaðarstigi. Óttast er að Yasi verði skæðasti fellibylur sem dunið hefur yfir Ástrali.

Yasi mun fara yfir Queensland fylki og yfirvöld þar segja  að nú sé orðið of seint fyrir íbúa að flýja heimili sín, en áætlað er að fellibylurinn komi þar yfir um klukkan tólf á hádegi að íslenskum tíma.

Yasi er nú skilgreindur á stigi fimm, sem er efsta hættustig og fer á 650 kílómetra hraða. Honum fylgir geysimikið regn, um 700 millimetrar. Hann er svo umfangsmikill að hann gæti hulið Bandaríkin, meirihluta Asíu og stóran hluta Evrópu. Veðurfræðingar áætla að Yasi muni geysa í um sólarhring eftir að hann snertir jörðu.

Þeir, sem af einhverjum ástæðum hafa ekki yfirgefið heimili sín á hættusvæðinu, eru hvattir til að útbúa öruggt herbergi, með dýnum, útvarpi, mat og vatnsbirgðum.




Mynd af fellibylnum Yasi, tekin úr gervihnetti.
Mynd af fellibylnum Yasi, tekin úr gervihnetti. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka