Skógareldar í Ástralíu

Að minnsta kosti 59 heimili hafa orðið skógareldum að bráð í borginni Perth, sem er í vesturhluta Ástralíu.

Illa hefur gengið að hefta útbreiðslu eldsins og óttast er að fleiri heimili brenni. Sterkir vindar eru á svæðinu, sem gera það að verkum að ekki er hægt að koma flugvélum á loft sem gætu varpað vatni yfir eldinn.

Ekki er vitað til þess að nein alvarleg slys á fólki eða dauðsföll hafi orðið vegna eldanna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert