Stór skjálfti í Síle

Stór jarðskjálfti að styrk 7.0 stig varð úti fyrir ströndum Síle nú í kvöld, að íslenskum tíma. Upptök skjálftans eru 45 km norðan við borgina Concepcion og á 18,4 km dýpi, að sögn bandarísku jarðfræðistofnunarinnar USGS.

Jarðskjálftinn varð kl. 20.05 að íslenskum tíma, eða klukkan 17.05 í Síle.  Bandaríska jarðfræðistofnunin metur styrk skjálftans þannig að fólk í landi hafi fundist skjálftinn sterkur.

Mikið manntjón og skemmdir urðu á þessum slóðum þegar skjálfti að styrk 8,8 varð 27. febrúar 2010. Talið er að 521 hafi þá týnt lífi og um 200.000 manns hafi misst heimili sín í þeim skjálfta.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert