Þjóðarleiðtogar styðja Egypta

Leiðtogar ýmissa þjóða hafa í dag keppst við að bjóða Egyptum aðstoð og ráð í kjölfar afsagnar forseta landsins.

David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, segir að Bretar vilji veita Egyptum alla þá aðstoð sem þarf. „Egyptar hafa í hendi sér gullið tækifæri til að kjósa sér ríkisstjórn sem getur sameinað þjóðina. Sem vinir egypsku þjóðarinnar erum við tilbúin til að hjálpa þeim á allan mögulegan hátt.“

Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sagði í dag að Egyptar yrðu að virða gerða friðarsamninga við Ísraela. „Við styðjum kröfur Egypta  að því marki sem við teljum okkur geta gert,“ sagði Merkel í dag.

George Papandreou, forsætisráðherra Grikklands, sagði að atburðirnir í Egyptalandi væru stórt skref í átt að lýðræði. Hann varaði við að Egyptar ættu eftir að ganga í gegnum mikla erfiðleika.

Utanríkisráðherra Danmerkur, Lene Espersen, sagði Dani fagna þeirri ákvörðun Mubaraks að víkja úr embætti. Hún sagði að það væri nauðsynlegt að mótmælendur héldu áfram að þrýsta á lýðræðisumbætur, þó að Mubarak væri farinn.




mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert