Vill endurskoða AGS-samning Íra

Enda Kenny, formaður Fine Gael í Írlandi.
Enda Kenny, formaður Fine Gael í Írlandi. Reuters

Enda Kenny, sem er helsti foringi stjórnarandstöðunnar í Írlandi, áformar að hitta Angelu Merkel, kanslara Þýskalands á morgun til að fá sjónarhorn hennar á efnahagsástandið í Írlandi og samninga ESB og AGS við Írland.

Kenny er talinn eiga góða möguleika á að verða næsti forsætisráðherra Írlands. Flokkur hans sem heitir Fine Gael hefur fengið afar góða útkomu í skoðanakönnunum fyrir þingkosningarnar sem verða 25. febrúar.

Kenny segir að komist flokkur hans í ríkisstjórn,  þá muni hann kanna hvort og hvernig hægt verði að rifta samningum Evrópusambandsins og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins við Írland.




mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert