Mótmælendur þrengja að Gaddafi

Hringurinn þrengist óðum um Muammar Gaddafi einræðisherra Líbíu og nú herma fréttir að andstæðingar hans hafi náð völdum á borginni Zawiya sem er aðeins 50 kílómetrum frá höfuðborginni Tripoli, helsta vígi Gaddafis.

Að sögn BBC fór ríkisstjórn Líbíu með hópi blaðamanna til Zawiya í morgun. Stuðningsmenn Gaddafi umkringja borgina, en blaðamenn urðu hinsvegar vitni að því að mótmælendur tóku yfir miðborgina, settu vegatálma og dróu flagg sitt að hún. Að sögn fréttaritara BBC eru margir þeirra vopnaður og segjast vilja mótmæla friðsamlega, en séu jafnframt reiðubúnir undir átök.

Harðir bardagar urðu í Zawiya í síðustu viku og sakaði Gaddafi borgarbúa á fimmtudag um að vera í liði með Al-   Qaeda og vera í fíkniefnavímu. Höfuðborgin Tripoli er enn undir stjórn Gaddafi, en meirihluti landsins er nú á valdi andstæðinga hans.  

Mótmælandi við líbíska sendiráðið í Kúala Lúmpur.
Mótmælandi við líbíska sendiráðið í Kúala Lúmpur. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert