Gaddafi hafnar mótmælunum

Muammar Gaddafi ávarpaði stuðningsmenn sína, sem fögnuðu honum ákaft, á pólitískum fundi í höfuðborginni í dag. Tripoli er talin síðasta vígi Gaddafi, þar sem stórir hlutar landsins eru nú undir stjórn andstæðinga hans. Þrátt fyrir aukinn þrýsting innan- sem utanlands þá hafnaði einræðisherrann kröfunni um að stíga til hliðar.

„Ég er ekki í þeirri aðstöðu að geta sagt af mér eins og aðrir forsetar," sagði Gaddafi. „Ég hef engan forsætisráðherra. Þeir segja að skorað sé á mig. Ég segi, hvar er þessi áskorun? Þeir segja að hún komi að utan. Erlendir fjölmiðlar og nýlenduherrar beini spjótum sínum að mér. Hér líður Líbíumönnum hinsvegar eins og stolt þeirra og tign hafi verið stungin í bakið. Þeim finnst þeim storkað. Muammar Gaddafi hefur ekkert vald. Hann er ekki forseti sem segir af sér. Hann hefur ekkert þing til að segja upp, eða stjórnarskrá."

Gaddafi gerði lítið úr mótmælunum og hafnaði því jafnvel að mótmæli gegn ríkisstjórninni ættu sér yfir höfuð stað í landinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert