Sakar Frakka um afskiptasemi

Muammar Gaddafi, forseti Líbíu, segir Frakka skipta sér af innanríkismálum …
Muammar Gaddafi, forseti Líbíu, segir Frakka skipta sér af innanríkismálum Líbíu og segir að Al-Qaeda samtökin beri ábyrgð á mótmælunum í landinu. Reuters

Muammar Gaddafi, forseti Líbíu, segir Frakka skipta sér af innanríkismálum Líbíu og segir að Al-Qaeda samtökin beri ábyrgð á mótmælunum í landinu.

Þetta sagði Gaddafi í viðtali við frönsku sjónvarpsstöðina France24, sem verður sent út í dag.

„Þessi afskipti af innanríkismálum fá mann til að hlægja,“ sagði Gaddafi um stuðning Frakklands við þjóðarráðið, sem er stjórn mótmælenda í Líbíu.

„Hvernig væri ef við færum að skipta okkur af málefnum Korsíku eða Sardiníu?“ spurði Gaddafi.

Hann staðhæfði að um samsæri væri að ræða í Líbíu og þar ættu í hlut vopnaðir öfgamenn og Al-Qaeda.

„Við erum félagar í baráttunni gegn hryðjuverkum,“ sagði forsetinn og átti þar við Líbíu og Frakkland.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert