Flokkur Ben Alis leystur upp

Ungir piltar standa við vegg í bænum Sidi Bouzid þar …
Ungir piltar standa við vegg í bænum Sidi Bouzid þar sem stendur „Burt með RCD“. Reuters

Dómstóll í Túnis hefur leyst upp flokk Zine al-Abidine Ben Ali, fyrrverandi forseta landsins sem hrökklaðist frá völdum 14. janúar sl.

Það hefur verið ein af helstu kröfum mótmælenda í landinu að RCD flokkurinn yrði leystur upp. Úrskurðurinn kemur í veg fyrir að flokkurinn geti stillt upp frambjóðendum og tekið þátt í kosningum í framtíðinni.

Niðurstöðunni var ákaft fagnað í réttarsal í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert