Með öflugustu jarðskjálftum

mbl.is/Rebekka

Jarðskjálftinn í Japan í morgun er einn sá öflugasti, sem orðið hefur í heiminum á síðustu öld. Hann var 8,9 stig.  Að sögn japönsku Kyodo fréttastofunnar er ljóst, að yfir þúsund manns hafa látið lífið af völdum skjálftans og flóðbylgjunnar í kjölfarið.

Öflugasti jarðskjálfti, sem mælst hefur frá árinu 1900 varð við suðurströnd Síle 22. maí 1960 og mældist 9,5 stig. Manntjón varð ekki mikið en um 2 milljónir manna misstu heimili sín.

Banvænasti skjálftinn varð í  Tangshan í Kína 27. júlí 1976. Hann mældist 7,5 stig og samkvæmt opinberum tölum létu 255 þúsund manns lífið en talið er að allt að 655 þúsund manns hafi farist.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert