Sveitir Gaddafis „hreinsa landið“

Eldar hafa logað í Ras Lanuf.
Eldar hafa logað í Ras Lanuf. Reuters

Ofurstinn Milad Hussain, talsmaður herliðs Múammars Gaddafis Líbíuleiðtoga, segir að hersveitirnar vinni markvisst að því að „hreinsa landið“ af uppreinsarmönnum.

„Hernaðaraðgerðir okkar hafa neytt hryðjuverkamennina til að flýja. Við höfum frelsað Zawiyah, Uqayla, Ras Lanuf og Brega. Og herinn mun halda áfram að frelsa önnur héruð,“ segir Hussein.

Hann segir að í kvöld eða á morgun munu menn fá fréttir að þeim árangri sem hermennirnir hafa náð.

Uppreisnarmenn hafa neyðst til að flýja undan árásum hersveitanna, sem hafa beitt stórskotavopnum og gert loftárásir. Þeir hafa smátt og smátt misst völdin í mörgum borgum, m.a. olíuborginni Ras Lanuf.

Þeir eru hins vegar enn með borgina Bengahzi á sínu valdi og þar eru menn kokhraustir, að sögn fréttaskýranda BBC í borginni. Margir hafa særst en aðrir íbúar koma sér fyrir í fremstu víglínu í staðinn.

Vopnaðir stuðningsmenn Gaddafis
Vopnaðir stuðningsmenn Gaddafis Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert