Forsetinn rak stjórn Jemens

Þúsundir tóku þátt í mótmælaaðgerðum í Saana, höfuðborg Jemens, í …
Þúsundir tóku þátt í mótmælaaðgerðum í Saana, höfuðborg Jemens, í dag. Reuters

Ali Abdullah Saleh, forseti Jemens, rak nú síðdegis alla ríkisstjórn landsins en fjölmennar mótmælaaðgerðir hafa verið í landinu síðustu vikur þar sem þess er krafist að forsetinn segi af sér.

Mótmælin hafa snúist upp í blóðbað á síðustu dögum en öryggissveitir stjórnvalda hafa skotið á fólk sem safnaðist saman í höfuðborginni Saana. Um 100 manns hafa látið líifð frá því mótmælaaðgerðirnar hófust. 

52 létu lífið í borginni á föstudag þegar stuðningsmenn Salehs skutu á mótmælendur. Tugir þúsunda mættu við útför fólksins í dag.

Saleh hefur notið stuðnings Bandaríkjanna en í dag lýsti ættbálkur hans því yfir að forsetinn nyti ekki lengur trausts leiðtoga ættbálksins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert