Sprengjum varpað á flugvöll

Tomahawk stýruflaug skotið á loftvarnastöð í Líbíu í gærkvöldi.
Tomahawk stýruflaug skotið á loftvarnastöð í Líbíu í gærkvöldi. Reuters

Bandaríska sjónvarpsstöðin CBS segir að þrjár bandarískar torséðar B-2 sprengjuflugvélar hafi varpað 40 sprengjum á  stóran flugvöll í Líbíu í morgun. Talsmaður bandaríska varnarmálaráðuneytisins sagðist ekki hafa upplýsingar um slíkt.

Stýriflaugum var skotið á loftvarnastöðvar úr bandarískum og breskum herskipum og kafbátum í gærkvöldi. Talsmaður bandaríska hersins sagði að með árásunum hefði tekist að laska loftvarnakerfi Líbíu verulega og þannig væri vesturveldunum gert kleift að framfylgja ákvörðun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um flugbann yfir Líbíu. 

Ríkissjónvarp Líbíu sagði, að 48 hefðu látið lífið í árásunum í gærkvöldi og 150 særst. Þá sagði sjónvarpið einnig að gerðar hefðu verið árásir á höfuðborgina Tobruk í nótt.  

Vestrænir fjölmiðlar hafa ekki getað staðfest þessar fullyrðingar.   

Breska sjónvarpsstöðin Sky segir, að breskar Tornado orrustuflugvélar hafi í gærkvöldi farið í lengstu árásarferðir frá Falklandseyjastríðinu en Stormshadow flugskeytum var skotið úr vélunum á Líbíu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert