Skorið niður hjá bresku efnahagsbrotadeildinni

Reuters

Niðurskurður ógnar starfsemi efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar (Serious Fraud Office), sem hefur verið mikið í fréttum að undanförnu í tengslum við rannsókn deildarinnar á starfsemi íslensku bankanna fyrir hrun.

Financial Times greinir frá því að starfsmenn og aðrir sem til þekkja vari við því að fjárframlög verði skorin niður, starfsmönnum fækkað og ráðist verði í endurskipulagningu.

Fram kemur að framlög til SFO hafi verið skorin niður um 26% fjárhagsárið 2008/2009 í 39,5 milljónir punda fjárhagsárið 2010/2011. Stefnt sé að því að skera niður fjárframlög um fjórðung fyrir 2014/2015.

Undanfarna mánuði hafa sex hátt settir starfsmenn stofnunarinnar sagt af sér.

Financial Times segir að framtíð deildarinnar sé í uppnámi því breska innanríkisráðuneytið hefur lag til breytingar á henni og talað um að sameina hana nýrri stórri löggæslustofnun (National Crime Agency). Það gæti leitt til þess að saksóknarar og rannsakendur myndu starfa fyrir mismunandi deildir en ekki saman undir einum hatti.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert