Skotárás í Hollandi

Að minnsta kosti tveir eru látnir eftir skotárás í verslunarmiðstöð í bænum Alphen aan den Rijn í  Hollandi. Hollenska ríkissjónvarpið NOS segir, að nokkrir hafi særst í árásinni.

Sjónvarpið hafði þetta eftir sjónarvottum og embættismanni í bænum. Fréttir af málinu eru óljósar enn.

Alphen aan den Rijn er 21 km suðvestur af Amsterdam.

NOS hafði eftir sjónarvotti, sem sagðist heita Maart Verbeek, að hann hefði séð mann með vélbyssu í Ridderhof verslunarmiðstöðinni. Þá sagðist hann hafa séð að minnsta kosti fimm manns, sem hann taldi vera látna, og margir hefðu særst.  

Sjónvarpstöðin hafði hins vegar eftir talsmanni stjórnvalda að tveir að minnsta kosti hefðu látið lífið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert